Fréttir
Hópurinn fyrir utan Samkomuhús Grundarfjarðar þar sem sýningarnar verða. Ljósm. tfk

Grunnskóli Grundarfjarðar setur upp leiksýningu

Það hefur verið mikið um að vera hjá krökkunum á miðstigi í Grunnskóla Grundarfjarðar síðustu vikurnar. Krakkarnir eru að setja upp leiksýninguna Fíasól gefst aldrei upp og frumsýna í næstu viku. Það eru börn í 6. og 7. bekk sem eru í öllum hlutverkum og verkefnum sem koma að sýningunni. Hvort sem það eru sviðsmenn, leikarar, búningahönnun, sviðsmyndahönnun eða annað sem þarf að gera. Sýningin er í leikstjórn þeirra Grétu Sigurðardóttur og Sigurrósar Söndru Bergvinsdóttur en þær eru umsjónakennarar bekkjanna.

Grunnskóli Grundarfjarðar setur upp leiksýningu - Skessuhorn