Íþróttir

ÍA tekur við deildarmeistara bikarnum í kvöld

Karlalið ÍA í körfubolta hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitil 1. deildar og þar með sæti í Bónus deild karla á næstu leiktíð. Í kvöld tekur liðið á móti Ármanni í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Eftir leikinn mun Hannes S. Jónsson framkvæmdastjóri KKÍ afhenda ÍA liðinu bikarinn. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og má búast við að þétt verði setið á pöllunum.

ÍA tekur við deildarmeistara bikarnum í kvöld - Skessuhorn