Fréttir
Bjarni sýnir tilgátumynd sína af vatnsaflsvirkjun í Húsafelli. Ljósm. hig

Bjarni heillaði gesti í Skemmunni

Bjarni Guðmundsson prófessor emeritus við Landbúnaðarháskóla Íslands hélt á miðvikudagskvöldið erindi í Skemmunni á Hvanneyri um mölun matarkorns og minjar því tengdu. Bjarni fór fyrst yfir hvernig það verk að mala matarkorn varð liður í endurreisnartilraunum þjóðar á átjándu öld og hvernig verkið varð einn fyrsti vísir að vatnsaflsvirkjunum hérlendis. Bjarni vék að lokum að þætti borgfirskra hagleiksmanna í þróun tækni við mölun korns og voru gestir Skemmunnar yfir sig hrifnir af þeim fróðleik sem fræðimaðurinn miðlaði.

Bjarni heillaði gesti í Skemmunni - Skessuhorn