
Einn af fjölmörgum viðburðum í kirkjulistaviku verður dagskrá til heiðurs Hauki Guðlaugssyni fyrrum organista Akraneskirkju þriðjudaginn 25. mars. Gunnar Kvaran sellóleikari mun ásamt fleirum koma þar fram. Hér er mynd frá 2021 af þeim félögum Hauki heitnum og Gunnari Kvaran. Ljósm. Gunnar Vigfússon
Fjölbreytt dagskrá Kirkjulistaviku í síðustu viku mars
Vikuna 23.-30. mars næstkomandi verður Kirkjulistavika í Garða- og Saurbæjarprestakalli haldin í samstarfi við Kalman – listafélag á Akranesi og fleiri. Umsjón með Kirkjulistaviku er í höndum Hilmars Arnar Agnarssonar organista Akraneskirkju. Boðið verður upp á fjölbreytta tónlistardagskrá síðustu dagana í mars. Þar verður ýmist form af messum, sýning á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar, tónleikar, ljósmyndasýning og sálmasöngskvöld svo eitthvað sé nefnt.