Fréttir

Halla kjörin formaður VR

Nú liggur fyrir talning í kjöri formanns og stjórnar VR kjörtímabilið 2025-2029. Kosning stóð yfir frá 6. mars til hádegis í dag. Atkvæði greiddi 9.581, á kjörskrá voru alls 40.117 VR félagar. Kosningaþátttaka var því 23,88%. Halla Gunnarsdóttir hlaut 45,72% atkvæða og er því rétt kjörin formaður VR til fjögurra ára. Þrír aðrir voru í framboði.