Íþróttir
Árni Marinó Einarsson.

Árni Marinó framlengir við ÍA

Knattspyrnufélag ÍA hefur skrifað undir þriggja ára samning við markvörðinn Árna Marinó Einarsson. Hann hefur verið hluti af liðinu allar götur frá 2018 en uppeldisfélagið var Afturelding. Árni Marinó á að baki 77 deildarleiki, þar af 50 í efstu deild, og hefur verið aðalmarkvörður undanfarin tvö ár.

Árni Marinó framlengir við ÍA - Skessuhorn