Fréttir
Svipmynd úr brekkunni. Ljósm. úr safni/tfk

Skíðadeild UMFG hyggst byggja nýtt aðstöðuhús

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar Grundarfjarðarbæjar síðasta miðvikudag var lagt fram erindi Skíðadeildar UMFG. Þar kemur fram að skíðadeildin hyggst fjarlægja núverandi aðstöðuhús og byggja nýtt og stærra aðstöðuhús á sama stað. Með erindinu fylgdi uppdráttur að húsinu og önnur gögn.