
Búðardalur. Ljósm. Steina Matt
SSV fær styrk til tveggja byggðaverkefna í Dalabyggð
Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur úthlutað styrkjum að upphæð 140 milljónum króna til þrettán fjölbreyttra verkefna á landsbyggðinni sem ætlað er að efla byggðir. Framlag til styrkjanna kemur af byggðaáætlun. Alls bárust nítján umsóknir fyrir um 437 m.kr. en heildarkostnaður verkefnanna var rúmlega 800 m.kr. Tvö þessara verkefna eru á Vesturlandi og snerta Dalabyggð. Samtals er styrkupphæðin 23,5 milljónir króna.