
Rósa Guðrún með útgáfutónleika í Kaldalóni á laugardaginn
Tónlistarkonan Rósa Guðrún Sveinsdóttir fagnar útgáfu annarrar plötu sinnar laugardaginn 15. mars kl. 20 með tónleikum í Kaldalóni í Hörpu. Þar mun einnig fyrstu plötu hennar, Strengur Stranda, verða gerð skil þar sem sú plata fagnaði tíu ára útgáfuafmæli á síðasta ári.