
Sveitarfélög þurfa að gera ráðstafanir til að mæta nýjum kjarasamningum
Ljóst er að kjarasamningar sem sveitarfélögin í landinu skrifuðu undir við kennara fyrr í mánuðinum munu kosta þau meira en almennt hafði verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun þeirra fyrir árið 2025. Samningarnir hafa nú verið samþykktir af báðum málsaðilum. Samkvæmt þeim hækka laun á samningstímanum um 24,5% sem er töluvert umfram aðra kjarasamninga sem gerðir hafa verið. Ljós í myrkrinu fyrir sveitarfélögin er sú staðreynd að ríkisstjórnin hyggst koma til móts við sveitarfélögin í landinu með því að taka yfir málaflokk barna með fjölþættan vanda frá 1. júní á þessu ári. Mjög er mismunandi milli sveitarfélaga hversu mikil áhrif af því verða. Skessuhorn heyrði hljóðið í bæjar- og sveitarstjórum þriggja stærstu sveitarfélaganna í landshlutanum.