Fréttir

true

Stemning á öskudegi á Skaganum – Myndasyrpa

Það var heilmikil litadýrð sem mætti blaðamanni Skessuhorns í morgun þegar hann heimsótti Brekkubæjarskóla og Grundaskóla á Akranesi. Hann kom einnig við á leikskólunum Teigaseli og Vallarseli auk þess að kíkja í nokkur fyrirtæki. Stemningin var mjög góð alls staðar og allir voru meira en til í myndatöku. Smellt var af nokkrum myndum og reynt…Lesa meira

true

Færa bílana nær bryggju

Frá því í morgun hefur verið unnið við að færa bílana tvo sem eru á botni Akraneshafnar nær bryggju. Eins og kunnugt er fóru bílarnir í höfnina síðastliðinn mánudagsmorgun þegar öldur gengu yfir hafnargarðinn og tveir menn að auki. Annar mannanna liggur enn þungt haldinn á spítala. Krani mun síðan verða notaður til að hífa…Lesa meira

true

Öskudagurinn tekinn snemma

Í dag er öskudagur með tilheyrandi skemmtan fyrir unga sem aldna. Blaðamaður Skessuhorns stoppaði við í leik- og grunnskólum í Borgarnesi í morgun til að fanga stemninguna og sjá öskudagsbúninga hjá börnum bæjarins. Eins og sjá má á myndunum tók fullorðna fólkið einnig þátt í gleðinni og mátti sjá mikin metnað á nokkrum stöðum.Lesa meira

true

Ísland spilar í Póllandi á EuroBasket í haust

Körfuknattleikssambönd Íslands og Póllands hafa náð samkomulagi um að karlalið Íslands spili í Póllandi á EuroBasket í haust og hefur FIBA Europe samþykkt það samkomulag. EuroBasket í haust fer fram í fjórum löndum; Póllandi, Lettlandi, Finnlandi og Kýpur en löndin eru samtals 24 sem keppa á EuroBasket á fjögurra ára fresti. Þessi lönd gátu svo…Lesa meira

true

Skyggni lítið sem ekkert

Í liðinni viku voru afskipti höfð af tíu ökumönnum vegna of hraðs aksturs í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Einnig voru nokkrir ökumenn stöðvaðir vegna símanotkunar við aksturinn eða með framrúðuna hélaða og þar með skyggni lítið sem ekkert út úr bifreiðinni. Einn ökumaður er grunaður um ölvun við akstur í liðinni viku. Ökumaður missti stjórn…Lesa meira

true

Nýtt fyrirtæki að hefja starfsemi á Akranesi

Jörfi ehf – Pípu- og véltækniþjónusta kemur sér fyrir í Nesflóa Við Nesflóa 1 á Akranesi er þessa dagana nýtt fyrirtæki að koma sér fyrir og hefja starfsemi í 550 fermetra rými í nýbyggðu iðngarðahúsi. Þrjú bil í húsinu verða lögð undir starfsemina; eitt verður vélaverkstæði og svo verður fagmannaverslun í tveimur bilum í húsinu…Lesa meira

true

Náðu þriðja sætinu á Íslandsmóti skákfélaga

Taflfélag Snæfellsbæjar tók þátt á Íslandsmóti skákfélaga um síðustu helgi og voru Íslandsmeistarar krýndir í öllum deildum. Fjölnismenn sigruðu Úrvalsdeildina með glæsibrag og unnu allar tíu viðureignir sínar og hlutu 20 stig eða fullt hús stiga. Víkingaklúbburinn, TR-c, Dímon og Skákfélag Íslands urðu hlutskörpust í öðrum deildum. A-sveit Taflfélags Snæfellsbæjar tefldi í 4. deild og…Lesa meira

true

Varað við ónýtri baunasúpu frá Kötlu

Í dag er sprengidagur og viðbúið að þúsundir Íslendinga séu að matbúa saltkjöt og baunir fyrir kvöldið. Einhverjir gætu orðið fyrir vonbrigðum, hafi þeir keypt grunn að baunaspúpu í kílósdósum frá Kötlu. Blaðamaður Skessuhorn lenti einmitt í slíku atviki um liðna helgi og getur vottað að vara sú var algjörlega óæt! Nú hefur Matvælastofnun varað…Lesa meira

true

Stærðfræðikeppni grunnskólanna fór fram í FVA

Hin árlega stærðfræðikeppni grunnskóla á Vesturlandi, sem FVA stendur fyrir, fór fram 14. febrúar sl. og tóku 137 nemendur þátt. Sigríður Ragnarsdóttir, deildarstjóri stærðfræðideildar FVA sá um skipulagningu og framkvæmd keppninnar ásamt stærðfræðikennurum skólans. Keppendur komu frá sjö skólum á Vesturlandi og spreyttu þeir sig á fjölbreyttum stærðfræðiþrautum. Allir fengu pizzu og gos í mötuneyti…Lesa meira

true

Þjóðsiðurinn að fara í sund

Í kvöld, þriðjudaginn 4. mars kl. 20, flytur Katrín Snorradóttir þjóðfræðingur fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti um samfélag og sögu sundlauga á Íslandi. Fyrirlesturinn, sem er hluti af fyrirlestraröðinni „Fyrirlestrar í héraði,“ er öllum opinn og er aðgangur ókeypis. „Sundlaugum mætti allt í senn lýsa sem félagsheimili, líkamsræktarstöð, skólastofu, leikvelli eða heilsulind. Saga sundlauganna frá…Lesa meira