
Hér er kafari búinn að ná að festa taug í annan bílinn. Ljósmyndir: mm
Færa bílana nær bryggju
Frá því í morgun hefur verið unnið við að færa bílana tvo sem eru á botni Akraneshafnar nær bryggju. Eins og kunnugt er fóru bílarnir í höfnina síðastliðinn mánudagsmorgun þegar öldur gengu yfir hafnargarðinn og tveir menn að auki. Annar mannanna liggur enn þungt haldinn á spítala.