
Nemendur sem mættu til að taka á móti verðlaunum og viðurkenningarskjölum. Ljósm. fva
Stærðfræðikeppni grunnskólanna fór fram í FVA
Hin árlega stærðfræðikeppni grunnskóla á Vesturlandi, sem FVA stendur fyrir, fór fram 14. febrúar sl. og tóku 137 nemendur þátt. Sigríður Ragnarsdóttir, deildarstjóri stærðfræðideildar FVA sá um skipulagningu og framkvæmd keppninnar ásamt stærðfræðikennurum skólans. Keppendur komu frá sjö skólum á Vesturlandi og spreyttu þeir sig á fjölbreyttum stærðfræðiþrautum. Allir fengu pizzu og gos í mötuneyti FVA áður en haldið var heim á leið.