
Starfsmenn Grunnskóla Borgarness lögðu margir metnað í búningana. Ljósm. hig
Öskudagurinn tekinn snemma
Í dag er öskudagur með tilheyrandi skemmtan fyrir unga sem aldna. Blaðamaður Skessuhorns stoppaði við í leik- og grunnskólum í Borgarnesi í morgun til að fanga stemninguna og sjá öskudagsbúninga hjá börnum bæjarins. Eins og sjá má á myndunum tók fullorðna fólkið einnig þátt í gleðinni og mátti sjá mikin metnað á nokkrum stöðum.