Fréttir

Varað við ónýtri baunasúpu frá Kötlu

Í dag er sprengidagur og viðbúið að þúsundir Íslendinga séu að matbúa saltkjöt og baunir fyrir kvöldið. Einhverjir gætu orðið fyrir vonbrigðum, hafi þeir keypt grunn að baunaspúpu í kílósdósum frá Kötlu. Blaðamaður Skessuhorn lenti einmitt í slíku atviki um liðna helgi og getur vottað að vara sú var algjörlega óæt! Nú hefur Matvælastofnun varað við Kötlu baunasúpugrunni vegna framleiðslugalla; „en rof var á hitastýringu í dreifikerfi og er varan því ótrygg. Fyrirtækið hafði samband við Matvælastofnun. Fyrirtækið hefur stöðvað sölu og hafið innköllun á vörunni,“ segir í tilkynningu.

Eftirfarandi framleiðslulotur eru innkallaðar:

Vöruheiti: Baunasúpugrunnur

Strikamerki: 5690591156801

Best fyrir: 12.05.2025, 13.05.2025, 14.05.2025

Nettóþyngd: 1 L

Framleiðsluland: Ísland

Sölustaðir: Bónus, Krónan og Hagkaup

Neytendur er bent á að neyta ekki vörunnar heldur farga eða skila í næstu verslun til að fá endurgreitt.

Varað við ónýtri baunasúpu frá Kötlu - Skessuhorn