Fréttir

Skyggni lítið sem ekkert

Í liðinni viku voru afskipti höfð af tíu ökumönnum vegna of hraðs aksturs í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Einnig voru nokkrir ökumenn stöðvaðir vegna símanotkunar við aksturinn eða með framrúðuna hélaða og þar með skyggni lítið sem ekkert út úr bifreiðinni. Einn ökumaður er grunaður um ölvun við akstur í liðinni viku.

Skyggni lítið sem ekkert - Skessuhorn