Fréttir

true

Borghreppingur á Suðurskautinu

Rætt við Guðlaug F. Þorsteinsson flugvirkja um þriggja mánaða úthald Icelandair á Suðurskautinu og hans upplifun af því verkefni Þriggja mánaða úthaldi Loftleiða, leiguflugfélags Icelandair, í ferðum milli Punta Arenas í Síle og Union Glacier á Suðurskautinu lauk um síðustu mánaðamót. Þrjár áhafnir, hver skipuð þremur flugmönnum, fjórum flugfreyjum eða -þjónum og tveimur flugvirkjum, hafa…Lesa meira

true

Lambeyrarkvísl og Oddauppsprettur á náttúruminjaskrá

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur kynnt tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaráætlun náttúruminjaskrár 2025-2029. Í kjölfarið var farið í lögbundið kynningarferli þar sem tillaga að tíu svæðum á framkvæmdaáætlun var auglýst í Lögbirtingablaðinu. Eftir að kynningartíma lauk lagði stofnunin til að grundvöllur væri fyrir því að svæðin Goðdalur, Hengladalir, Húsey-Eyjasel, Lauffellsmýrar, Lambeyrarkvísl og Oddauppsprettur í Borgarfirði…Lesa meira

true

Ýmsar framkvæmdir til að auka afhendingaröryggi rafmagns í Borgarbyggð

Á fund byggðarráðs Borgarbyggðar í morgun mættu gestir frá Rarik. Umræðuefnið var afhendingaröryggi raforku í sveitarfélaginu. Gestir frá Rarik voru Magnús Þór Ásmundsson forstjóri (í gegnum fjarfundarbúnað), Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri veitukerfa, Kristín Soffía Jónsdóttir framkvæmdastjóri framtíðar og þróunar, Andri Viðar Kristmannsson sérfræðingur, Daníel Ali Kazmi verkefnastjóri (í gegnum fjarfundarbúnað) og Guðjón Bachmann verkstjóri í Borgarnesi.…Lesa meira

true

Væntanleg íbúðabyggð á Varmalandi tekur breytingum

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt til auglýsingar breytingu á deiliskipulagi fyrir nýju íbúðabyggðina á Varmalandi í Stafholtstungum. Breyting nær til gatna sem heita Birkihlíð og Asparhlíð. Þetta er í þriðja skipti sem breyting er gerð á skipulagi svæðisins. Nú er í senn gerð breyting á skipulags- og byggingarskilmálum og skipulagsuppdrætti hverfisins. Í dag er íbúðahverfið óbyggt…Lesa meira

true

Fjögur söfn á Vesturlandi hljóta styrki Safnaráðs

Menningarráðherra hefur úthlutað styrkjum til safna fyrir árið 2025 en þeir eru veittir að umsögn Safnaráðs. Úthlutað var 129 styrkjum, alls 217.159.500 krónum úr Safnasjóði. Styrkir til eins árs voru 114 talsins að heildarupphæð 163.259.500 kr. til 47 styrkþega. Fjögur söfn á Vesturlandi hlutu alls ellefu styrki að þessu sinni: Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla fékk…Lesa meira

true

Gera vel og helst aðeins betur

Rætt við skógfræðinginn Valdimar Reynisson um störf hans hjá fyrirtækinu Yggdrasil Carbon Skógfræðingurinn Valdimar Reynisson starfar hjá Yggdrasil Carbon. Ygg, eins og fyrirtæki er kallað, var stofnað árið 2020 á Egilsstöðum en Valdimar er með bækistöðvar sínar á Bjarnabraut 8 í Borgarnesi. Blaðamaður bankaði upp á skrifstofu Valdimars nú á dögunum og ræddi við hann…Lesa meira

true

Góður afli og ýsa uppistaðan hjá dragnótarbátunum – myndir af kajanum

Aflabrögð í Snæfellsbæ hafa verið með besta móti í þessari viku. Eftir langa óveðurstíð hefur gefið til sjósóknar og bátar mokfiskað að undanförnu. Ýsuaflinn hjá dragnótarbátum hefur aukist talsvert og meðal annars var dragnótarbáturinn Matthías SH með 16 tonn af ýsu af 20 tonna afla. Að sögn Þórðar Björnssonar hafnarvarðar er meirihluti aflasamsetningar dragnótarbátanna ýsa…Lesa meira

true

Fljótasta amma landsins prjónar úr hundshárum

Dalakonunni Ásdísi Kr. Melsted er margt til lista lagt. Hún er nú búsett á Húsavík hvar hún starfar sem stuðningsfulltrúi. Á sumrin hefur Ásdís m.a. lagt akstur fyrir sig og náð frábærum árangri í spyrnu, einni hröðustu íþrótt sem stunduð er. Hún var m.a. akstursíþróttakona 2024 hjá Bílaklúbbi Akureyrar og hefur fengið viðurefnið Fljótasta amma…Lesa meira

true

Lyftari og rúta rákust saman

Fram kemur í dagbók lögreglu frá liðinni viku að lyftari og rúta rákust saman á Útnesvegi á Snæfellsnesi en engin slys urðu á fólki. Kona féll af hestbaki við Borgarnes og slasaðist og var hún flutt til aðhlynningar með sjúkrabifreið. Bifreið var ekið á kant og skilti í Hvalfjarðargöngum með þeim afleiðingum að bifreiðin og…Lesa meira

true

Vesturland hefur alla möguleika á að verða í fararbroddi

Rætt við Borgnesinginn Maríu Ester ferðaþjónustu- og sjálfbærnisérfræðing María Ester Guðjónsdóttir fæddist á Akranesi en ólst upp í Borgarnesi. „Við bjuggum rétt við Skallagrímsgarðinn. Ég á því ótal góðar minningar þaðan; að hlaupa um garðinn, leika mér innan um fallegu plönturnar og fylgjast með Steinku Páls sjá um garðinn af sinni einstöku alúð. En saga…Lesa meira