Fréttir

Lyftari og rúta rákust saman

Fram kemur í dagbók lögreglu frá liðinni viku að lyftari og rúta rákust saman á Útnesvegi á Snæfellsnesi en engin slys urðu á fólki. Kona féll af hestbaki við Borgarnes og slasaðist og var hún flutt til aðhlynningar með sjúkrabifreið. Bifreið var ekið á kant og skilti í Hvalfjarðargöngum með þeim afleiðingum að bifreiðin og skiltið skemmdust en ekki urðu slys á fólki.

Lyftari og rúta rákust saman - Skessuhorn