
Húfa og vettlingar eftir Ásdísi. Ljósm. úr einkasafni
Fljótasta amma landsins prjónar úr hundshárum
Dalakonunni Ásdísi Kr. Melsted er margt til lista lagt. Hún er nú búsett á Húsavík hvar hún starfar sem stuðningsfulltrúi. Á sumrin hefur Ásdís m.a. lagt akstur fyrir sig og náð frábærum árangri í spyrnu, einni hröðustu íþrótt sem stunduð er. Hún var m.a. akstursíþróttakona 2024 hjá Bílaklúbbi Akureyrar og hefur fengið viðurefnið Fljótasta amma landsins (og þótt víðar væri leitað).