Fréttir
Oddauppsprettur í Húsafelli. Ljósm. hig

Lambeyrarkvísl og Oddauppsprettur á náttúruminjaskrá

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur kynnt tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaráætlun náttúruminjaskrár 2025-2029. Í kjölfarið var farið í lögbundið kynningarferli þar sem tillaga að tíu svæðum á framkvæmdaáætlun var auglýst í Lögbirtingablaðinu. Eftir að kynningartíma lauk lagði stofnunin til að grundvöllur væri fyrir því að svæðin Goðdalur, Hengladalir, Húsey-Eyjasel, Lauffellsmýrar, Lambeyrarkvísl og Oddauppsprettur í Borgarfirði og Reykjanes – Þorlákshver við Brúará færu á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár 2025-2029. Svæði þessi hafa öll hátt verndargildi. Þar er til dæmis að finna fágæta jarðhitalæki, víðáttumiklar mýrar sem gegna hlutverki í baráttunni við loftslagsbreytingar, staðbundnar fisktegundir og einnig leita fuglategundir á válista þar athvarfs.

Lambeyrarkvísl og Oddauppsprettur á náttúruminjaskrá - Skessuhorn