Fréttir

true

Kallað eftir tilnefningum til landbúnaðarverðlauna

Matvælaráðuneytið kallar nú eftir tilnefningum til landbúnaðarverðlauna sem atvinnuvegaráðherra veitir árlega í tengslum við Búnaðarþing. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar um bændabýli eða önnur landbúnaðarfyrirtæki og félög sem talin eru hafa verið til fyrirmyndar að einhverju leyti í íslenskum landbúnaði á síðasta ári. Stutt greinargerð skal fylgja með tilnefningu þar sem fram koma…Lesa meira

true

Til allra sem eru í samskiptum við ferðafólk (english below)

Upplýsið viðskiptavini um óvenju slæma veðurspá! Líkt og fram hefur komið í fréttum þá er spáð afar erfiðum veðurskilyrðum á nær öllu landinu í dag og á morgun. Viðvaranir hafa verið uppfærðar í rauðar á stórum hluta landsins. Spáð er miklum vindi og úrkomu og í stuttu máli engu ferðaveðri. Ýmsum leiðum, t.d. heiðum og…Lesa meira

true

Fjarskiptalæknir á vakt þar sem samgöngur skerðast

Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samráði við Landspítala að tryggja sólarhringsmönnun fjarskiptalæknis bráðaþjónustu meðan illviðri gengur yfir landið. Í gildi eru rauðar veðurviðvaranir um allt land. Ljóst er að við slíkar aðstæður geta samgöngur farið úr skorðum sem getur gert sjúkraflutninga torvelda eða ómögulega meðan ástandið varir. Hlutverk fjarskiptalæknis er að veita viðbragðsaðilum og…Lesa meira

true

Útburður á Skessuhorni frestast í einhverjum tilfellum

Af öryggissjónarmiðum og vegna veðurs mun útburði á Skessuhorni seinka í einhverjum tilfellum. Það á við bæði um einstök hverfi á Akranesi og í Borgarnesi. Blaðburðarbörn munu fara með blöð til áskrifenda þegar veður gengur niður og talið er hættulaust að vera á ferðinni. Beðist er velvirðingar á þessu.Lesa meira

true

Viðvaranir færðar upp í rautt vegna komandi ofsaveðurs

Rauðar veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir nánast allt land í dag. Spáð er sunnan stormi og sums staðar ofsaveðri á landinu. Við þessar aðstæður á fólk ekki að vera á ferðinni. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi frá hádegi. Búist er við lélegu skyggni og versnandi færð þegar líður á daginn og ekki útilokað að…Lesa meira

true

Ætlar að halda Tinder tónleika í Borgarnesi

Stefnir á gestir taki með sér að minnsta kosti einn einhleyping og skilji eftir við innganginn! Rithöfundurinn Sigrún Elíasdóttir mun halda viðburð í Borgarnesi á þessu ári. Tónleikar verða haldnir í tengslum við hljóðbókaseríu sem hún er að skrifa um þessar mundir og mun bera heitið Dagbók miðaldra unglings. Tónleikarnir munu bera nafnið Tinder tónleikar…Lesa meira

true

Kveikir vonandi áhuga ungmenna á Íslendingasögum

Rætt við Jónný Heklu Hjaltadóttur listakonu í Borgarnesi en hún myndskreytir um þessar mundir Egils sögu Jónný Hekla Hjaltadóttir hefur alltaf á sínum 28 árum haft mikla ástríðu til að skapa. „Mér líður bara illa ef ég fæ ekki að tjá mig í gegnum list í svolítinn tíma. Ég er að vinna í hinum ýmsu…Lesa meira

true

Lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, Vestfjörðum, Austurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurlandi og Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs sem spáð er næsta sólarhringinn. Óvissustig Almannavarna gildir frá og með klukkan tólf í dag og gildir þar til veðrið gengur niður á morgun. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að…Lesa meira

true

Um þriðjungur bænda kveðst glíma við mikla rekstrarerfiðleika

Í nýlegri könnun sem Maskína vann fyrir matvælaráðuneytið kemur fram að meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðarins flókið. Aðeins tæpum 14% aðspurðra finnst kerfið einfalt. Um 30% segja að kerfið þjóni hagsmunum þeirra vel en mat tæpra 23% er að kerfið þjóni þeim illa, 43% telja að kerfið þjóni þeim í meðallagi vel. Meginniðurstöður könnunarinnar leiða…Lesa meira

true

Veðrið tekið að versna á utanverðu nesinu

Veðrið er tekið að versna á Snæfellsnesi og spáin er afleit eftir því sem líður á daginn. Í morgun var í gangi löndun úr línubátunum Tjaldi SH og Rifsnesi SH í hríðarbyl í Rifi. Skólahaldi í Grunnskóla Snæfellsbæjar lýkur fyrr í dag vegna slæmrar veðurspár. Í dag verður vaxandi sunnanátt, 20-30 m/s seint í dag…Lesa meira