Fréttir
Heyskapur á Hesti í Borgarfirði. Ljósm. mm

Um þriðjungur bænda kveðst glíma við mikla rekstrarerfiðleika

Í nýlegri könnun sem Maskína vann fyrir matvælaráðuneytið kemur fram að meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðarins flókið. Aðeins tæpum 14% aðspurðra finnst kerfið einfalt. Um 30% segja að kerfið þjóni hagsmunum þeirra vel en mat tæpra 23% er að kerfið þjóni þeim illa, 43% telja að kerfið þjóni þeim í meðallagi vel. Meginniðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að mikilvægt er að bæta stuðningskerfið og einfalda. Meirihluti bænda telur kerfið of flókið. Vaxandi þörf er á rekstrarráðgjöf, sérstaklega fyrir þá bændur sem eiga í fjárhagslegum erfiðleikum. Loks kemur fram að umhverfismál eru orðin stór þáttur í búrekstri, en margir bændur hafa þegar gripið til aðgerða í málaflokknum.

Um þriðjungur bænda kveðst glíma við mikla rekstrarerfiðleika - Skessuhorn