Fréttir

true

Akraneskaupstaður hélt kynningarfund fyrir Cruise Iceland

Akraneskaupstaður bauð meðlimum Cruise Iceland í heimsókn á þriðjudaginn til að kynna bæjarfélagið sem mögulegan áfangastað fyrir skemmtiferðaskip. Cruise Iceland eru hagsmunasamtök íslenskra hafna, ferðaþjónustuaðila, umboðsmanna skipafélaga og annarra sem tengjast móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi. Samtökin hafa það markmið að efla samstarf og upplýsingagjöf um skemmtiferðaskipaáfangastaðinn Ísland, bæði til innlendra og erlendra hagsmunaaðila. Meginhlutverk Cruise…Lesa meira

true

Samið við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Í gærkvöldi undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), nýjan kjarasamning sem gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028, verði hann samþykktur. Verkfalli LSS sem hefjast átti á mánudaginn er því aflýst. Helstu atriði kjarasamningsins eru launahækkanir í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið við aðila á…Lesa meira

true

Mikið álag á viðgerðaflokkum Rarik á Vesturlandi

Vegna óveðursins hefur orðið töluvert af truflunum í dreifikerfi Rarik síðasta tæpa sólarhringinn. Eldingaveður hefur tafið bilanaleit og mun gera það áfram í dag þar sem eldingaveðri er spáð á þeim svæðum þar sem bilanir hafa orðið. Búið er að finna þá hluta dreifikerfisins þar sem bilanirnar eru að mestu og verður farið í viðgerðir…Lesa meira

true

Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum og þeirra á meðal í FSN

Kjaradeila kennara og viðsemjenda þeirra heldur áfram. Nú hafa framhaldsskólakennarar samþykkt boðun ótímabundins verkfalls í fimm skólum á landinu og á það að óbreyttu að hefjast föstudaginn 21. febrúar. Meðal þessara skóla er Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði, en einnig Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli og Verkmenntaskóli Austurlands. Mikill meirihluti kennara samþykkti verkfallsboðun, samkvæmt…Lesa meira

true

Manneskja fauk og slasaðist

Um tveir tugir verkefna lögreglu og annarra viðbragðsaðila á Vesturlandi voru síðdegis í gær og í gærkveldi vegna lægðarinnar sem þá gekk yfir. Síðdegis, skömmu eftir að veðrið brast á, fauk manneskja og slasaðist við að falla niður í ramp við innkeyrslu í bílakjallara við Þjóðbraut 1 á Akranesi. Lögregla og sjúkraflutningamenn hlúðu að viðkomandi…Lesa meira

true

Skólar lokaðir á sunnanverðu Vesturlandi og í Dölum en opnir á Snæfellsnesi

Starfsemi sveitarfélaga og skóla þar sem veðurviðvaranir eru í gildi liggur niðri í dag vegna veðurs. Í Borgarbyggð eru allar skólastofnanir, þar á meðal Grunnskólinn í Borgarnesi, Grunnskóli Borgarfjarðar og allir leikskólar lokaðir. Listaskólinn verður einnig lokaður. Aldan verður lokuð sem og Íþróttamiðstöðin, en Búsetan opin. Á Akranesi var skólahald að mestu fellt niður í…Lesa meira

true

Yfir 300 útköll björgunarsveita í óveðrinu í gær

Hin djúpa lægð sem gekk yfir allt landið síðdegis í gær og fram á kvöld var óvenjuleg að því leyti að hún hafði áhrif víðast hvar á landinu. Rauðar veðurviðvaranir voru í gildi um tíma á öllu landinu utan Vestfjarða. Mikill viðbúnaður var vegna veðursins og margir sem hlýddu ábendingum yfirvalda um að halda sig…Lesa meira

true

Nokkrar rafmagnsbilanir í gangi

Rafmagnstruflanir urðu í hluta Borgarfjarðar í morgun vegna bilunar, mögulega verða fleiri truflanir þar sem bilun er ekki fundin, segir í tilkynningu frá Rarik. Þá er einnig rafmagnsbilun í gangi á Mýrum og verið að leita að orsök bilunarinnar. Loks er rafmagnsbilun í gangi frá Vogaskeiði að Álftafirði á Snæfellsnesi en í Helgafellssveit og víðar…Lesa meira

true

Svikalogn á undan næsta stormi

Þrátt fyrir logn í morgun á Akranesi og létta ofankomu, er því spáð að gangi í sunnan 23-30 m/s þegar líður á morguninn og verður talsverð rigning, hiti 4 til 10 stig. Rauð viðvörun er í gildi fyrir Faxaflóa frá klukkan 9-13 í dag en skárra veður verður við Breiðafjörð þar sem er gul viðvörun…Lesa meira

true

Á sjötta hundrað sýninga að baki

Danshópurinn Sporið fagnar 30 ára starfsafmæli Fyrir þrjátíu árum kom lítill hópur fólks saman á Hvanneyri í því augnamiði að sýna nokkra þjóðdansa á vinabæjamóti í Borgarnesi. Það reyndist upphafið að Danshópnum Sporinu sem starfar enn af miklum krafti. Byggt á eldri grunni Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta var og í Sporinu…Lesa meira