
Fjölbrautaskóli Snæfellinga. Ljósm. úr safni/tfk
Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum og þeirra á meðal í FSN
Kjaradeila kennara og viðsemjenda þeirra heldur áfram. Nú hafa framhaldsskólakennarar samþykkt boðun ótímabundins verkfalls í fimm skólum á landinu og á það að óbreyttu að hefjast föstudaginn 21. febrúar. Meðal þessara skóla er Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði, en einnig Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli og Verkmenntaskóli Austurlands. Mikill meirihluti kennara samþykkti verkfallsboðun, samkvæmt frétt á vefsíðu KÍ. Þá samþykktu félagsmenn í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum að verkfall myndi hefjast í Tónlistarskólanum á Akureyri sama dag.