Fréttir
Vetrarríki.

Skólar lokaðir á sunnanverðu Vesturlandi og í Dölum en opnir á Snæfellsnesi

Starfsemi sveitarfélaga og skóla þar sem veðurviðvaranir eru í gildi liggur niðri í dag vegna veðurs. Í Borgarbyggð eru allar skólastofnanir, þar á meðal Grunnskólinn í Borgarnesi, Grunnskóli Borgarfjarðar og allir leikskólar lokaðir. Listaskólinn verður einnig lokaður. Aldan verður lokuð sem og Íþróttamiðstöðin, en Búsetan opin.

Á Akranesi var skólahald að mestu fellt niður í Brekkubæjarskóla en Grundaskóli er í verkfalli. Skólahald fellur einnig niður í leikskólum Akraneskaupaðar og í FVA til kl. 13 og þá er sundlaugin á Jaðarsbökkum lokuð til klukkan 13.

Allt skólahald í Auðarskóla í Dölum var fellt niður í dag. Einnig starfsemi Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.

Veður er skaplegt á Snæfellsnesi og litlar viðvaranir vegna veðurs í gildi þar. Í Snæfellsbæ fengust þær upplýsingar að skólahald er með eðlilegu sniði. Ekki er skólaakstur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, en skólahald er með óbreyttu sniði í grunnskólanum og leikskólanum í Grundarfirði. Þar er nú hæglætis veður en snjókoma. Í Stykkishólmi er skólahald með óbreyttu sniði og veður ágætt, en dálítil snjókoma.

Skólar lokaðir á sunnanverðu Vesturlandi og í Dölum en opnir á Snæfellsnesi - Skessuhorn