
Nokkrar rafmagnsbilanir í gangi
Rafmagnstruflanir urðu í hluta Borgarfjarðar í morgun vegna bilunar, mögulega verða fleiri truflanir þar sem bilun er ekki fundin, segir í tilkynningu frá Rarik. Þá er einnig rafmagnsbilun í gangi á Mýrum og verið að leita að orsök bilunarinnar.
Loks er rafmagnsbilun í gangi frá Vogaskeiði að Álftafirði á Snæfellsnesi en í Helgafellssveit og víðar hafa orðið bilanir í morgun. Unnið er að viðgerð í Álftafirði og vonast er að rafmagn komi á klukkan 12:45.
Loks má geta þess að leiðari í Járnblendilínunni við Elkem brotnaði í nótt en viðgerð er lokið.