Fréttir
Þannig var umhorfs á Akranesi nú klukkan 8:30; logn og smávegis ofankoma. Ljósm. mm

Svikalogn á undan næsta stormi

Þrátt fyrir logn í morgun á Akranesi og létta ofankomu, er því spáð að gangi í sunnan 23-30 m/s þegar líður á morguninn og verður talsverð rigning, hiti 4 til 10 stig. Rauð viðvörun er í gildi fyrir Faxaflóa frá klukkan 9-13 í dag en skárra veður verður við Breiðafjörð þar sem er gul viðvörun er í gildi í skamma stund nú fyrir hádegi. Spáin fyrir Faxaflóa: "Sunnan 25-30 m/s og hviður yfir 50 m/s, einkum sunnan og austantil og mun hægari á Snæfellsnesi. Rigning, talsverð um tíma. Foktjón líklegt og útlit fyrir vatnavexti og raskanir á samgöngum. Ekkert ferðaveður. Búast má við miklum áhlaðanda og ölduhæð."

Snýst í allhvassa vestanátt með éljum síðdegis, fyrst vestantil og kólnandi veður. Suðlæg átt 8-15 m/sek á morgun. Allvíða snjókoma eða slydda um tíma, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti um og yfir frostmarki.

Svikalogn á undan næsta stormi - Skessuhorn