Fréttir

Manneskja fauk og slasaðist

Um tveir tugir verkefna lögreglu og annarra viðbragðsaðila á Vesturlandi voru síðdegis í gær og í gærkveldi vegna lægðarinnar sem þá gekk yfir. Síðdegis, skömmu eftir að veðrið brast á, fauk manneskja og slasaðist við að falla niður í ramp við innkeyrslu í bílakjallara við Þjóðbraut 1 á Akranesi. Lögregla og sjúkraflutningamenn hlúðu að viðkomandi og færðu undir læknishendur. Þessi staður er þekktur fyrir öfluga vindstrengi í sunnanveðrum.

Manneskja fauk og slasaðist - Skessuhorn