Fréttir

Lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, Vestfjörðum, Austurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurlandi og Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs sem spáð er næsta sólarhringinn.

Óvissustig Almannavarna gildir frá og með klukkan tólf í dag og gildir þar til veðrið gengur niður á morgun.

Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að ekkert ferðaveður sé á landinu næsta sólarhringinn og fólk er beðið að fylgjast vel með á vef Veðurstofunnar.