
Svipmynd úr sæluríki Dalanna. Ljósm. Steina Matt
Kallað eftir tilnefningum til landbúnaðarverðlauna
Matvælaráðuneytið kallar nú eftir tilnefningum til landbúnaðarverðlauna sem atvinnuvegaráðherra veitir árlega í tengslum við Búnaðarþing. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar um bændabýli eða önnur landbúnaðarfyrirtæki og félög sem talin eru hafa verið til fyrirmyndar að einhverju leyti í íslenskum landbúnaði á síðasta ári.