Fréttir

true

Útvista samfélagsmiðlum Markaðstofu Vesturlands

Ákveðið hefur verið að samfélagsmiðlar Markaðsstofu Vesturlands muni fara í tímabundna útvistun til eins árs og mun fyrirtækið Haukey slf. taka við umsjón þeirra. Thelma Harðardóttir hóf störf 1. febrúar fyrir hönd Haukeyjar en um er að ræða samfélagsmiðla Visit West Iceland. Samfélagsmiðlasíðan gegnir lykilhlutverki í markaðssetningu áfangastaðarins Vesturlands gagnvart erlendum ferðamönnum, m.a. á Facebook…Lesa meira

true

Stýrivextir lækkaðir um hálft prósentustig

Seðlabankinn tilkynnti í morgun um lækkun stýrivaxta um 50 punkta. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 8,0%. Fram kemur í yfirlýsingu stofnunarinnar að verðbólga hjaðnaði í janúar og mælist nú 4,6%. Undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað og hefur ekki verið minni í þrjú ár. Útlit er fyrir áframhaldandi hjöðnun verðbólgu á…Lesa meira

true

Veður tekur að versna eftir hádegið

Í ábendingu frá Vegagerðinni segir að veður versnar hratt suðvestanlands á milli kl. 13 og 15 í dag og litlu síðar annarsstaðar á landinu. Til að byrja með verður hríð á fjallvegum og flughálka þegar leysir. Sunnan 20-28 m/s seinnipartinn og í kvöld. Staðbundnir sviptivindar yfir 50 m/s t.d. á norðanverðu Snæfellsnesi, í Hvalfirði og…Lesa meira

true

Nýr veðurvefur opnaður

Fyrsti hluti af nýjum vef Veðurstofunnar fór í loftið á mánudag. Um er að ræða fyrsta skrefið í umfangsmiklu verkefni sem snýr að endurnýjun á vef Veðurstofunnar og öllu tækniumhverfi hans. Nýi vefurinn fyrir veðurspár er undir slóðinni https://gottvedur.is/. Í fyrsta áfanga verður lögð áhersla á upplýsingar fyrir veðurspár sem flestir sækja sér daglega fyrir…Lesa meira

true

Brynhildur Eyja hlaut fyrstu verðlaun í Ljóðaflóði

Vinátta og sterkar tilfinningar voru áberandi í ljóðum grunnskólanema í ljóðasamkeppninni Ljóðaflóði sem Miðstöð menntunar og skólaþjónustu stóð fyrir í tilefni af degi íslenskrar tungu. Nemendur sömdu líka ljóð um náttúruna, skólann, jólin, drauga, ofbeldi, frið og fleira. Alls bárust 128 ljóð frá 17 skólum víðs vegar að af landinu, 68 ljóð frá unglingastigi, 39…Lesa meira

true

Mikið um óhöpp í umferðinni

Í liðinni viku voru um tíu ökumenn stöðvaðir vegna of hraðs aksturs í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Einnig hafði lögregla afskipti af nokkrum ökumönnum sem höfðu ekki skafið rúður bifreiða sinna með fullnægjandi hætti og eða voru ekki með öryggisbelti í notkun. Lögregla hafði afskipti af tveimur ökumönnum sem eru grunaðir um ölvun við akstur,…Lesa meira

true

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í NV-kjördæmi

Þjóðarpúls Gallup gerði nú í janúar könnun fyrir RÚV um fylgi stjórnmálaflokka á landsvísu en einnig brotið niður á einstök kjördæmi. Könnun fyrir Norðvesturkjördæmi byggir á svörum 354 kjósenda. Fremur litlar breytingar eru á fylgi í kjördæminu nú miðað við kosningar. Stærstu tíðindin eru þó að Sjálfstæðisflokkurinn bætir lítillega við sig fylgi en Flokkur fólksins…Lesa meira

true

Útskriftarnemar í FVA fóru á flakk

Í lok síðustu viku hélt hópur vaskra útskriftarnema af rafvirkjabraut í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi til höfuðborgarinnar. Fyrsta stopp var í JBT Marel, svo var snætt á veitingastað í húsgagnaverslun IKEA áður en farið var í heildverslunina Reykjafell. Ferðinni lauk með heimsókn til Smith & Norland þar sem nemendur voru leystir út með nýjum bíturum.…Lesa meira

true

Hitamet í febrúar frá upphafi mælinga

Trausti Jónsson, veðurfræðingur og áhugamaður um veður, greindi frá því á heimasíðu sinni að met hafi fallið þegar hiti fór í 11,7 gráður í Stykkishólmi seint aðfararnótt laugardagsins 1. febrúar. Trausti bendir á að hámarkshitamælingar eru til í Stykkishólmi í gagnagrunni Veðurstofunnar aftur til ársins 1854 og er þetta því hæsti hiti sem mælst hefur…Lesa meira

true

Veður versnar í kvöld og enn meira á morgun

Gul viðvörun er í gildi fyrir vestanvert landið til hádegis í dag og síðan aftur eftir klukkan 19 í kvöld. Á morgun, miðvikudag versnar veður til muna. Þá tekur við appelsínugul viðvörun eftir hádegi og stendur fram eftir degi á fimmtudaginn. Spáð er sunnan- og suðvestan 23-30 m/s og hviður yfir 35 m/s, en heldur…Lesa meira