
Veður tekur að versna eftir hádegið
Í ábendingu frá Vegagerðinni segir að veður versnar hratt suðvestanlands á milli kl. 13 og 15 í dag og litlu síðar annarsstaðar á landinu. Til að byrja með verður hríð á fjallvegum og flughálka þegar leysir. Sunnan 20-28 m/s seinnipartinn og í kvöld. Staðbundnir sviptivindar yfir 50 m/s t.d. á norðanverðu Snæfellsnesi, í Hvalfirði og norðan Skarðsheiðar. Einnig á Öxnadalsheiði og á víða á Austfjörðum.