
Brynhildur Eyja Jóhannesdóttir. Ljósm. GBF
Brynhildur Eyja hlaut fyrstu verðlaun í Ljóðaflóði
Vinátta og sterkar tilfinningar voru áberandi í ljóðum grunnskólanema í ljóðasamkeppninni Ljóðaflóði sem Miðstöð menntunar og skólaþjónustu stóð fyrir í tilefni af degi íslenskrar tungu. Nemendur sömdu líka ljóð um náttúruna, skólann, jólin, drauga, ofbeldi, frið og fleira. Alls bárust 128 ljóð frá 17 skólum víðs vegar að af landinu, 68 ljóð frá unglingastigi, 39 frá miðstigi og 21 ljóð frá yngsta stigi.