Fréttir
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra setur nýjan vef í loftið í dag ásamt Hildigunni H.H. Thorsteinsson, forstjóra Veðurstofu Íslands. Ljósmynd: Veðurstofa Íslands.

Nýr veðurvefur opnaður

Fyrsti hluti af nýjum vef Veðurstofunnar fór í loftið á mánudag. Um er að ræða fyrsta skrefið í umfangsmiklu verkefni sem snýr að endurnýjun á vef Veðurstofunnar og öllu tækniumhverfi hans. Nýi vefurinn fyrir veðurspár er undir slóðinni https://gottvedur.is/. Í fyrsta áfanga verður lögð áhersla á upplýsingar fyrir veðurspár sem flestir sækja sér daglega fyrir tiltekinn stað. Fyrir utan bætta framsetningu á staðarspám hefur stöðum verið fjölgað sem hægt er að kalla fram veðurspár og mun þeim stöðum fjölga enn frekar. „Það er mér sérstök ánægja að fá að opna nýjan vef Veðurstofu Íslands. Þessi fyrsti áfangi að endurbættri heimasíðu er stórt skref fram á við í aðgengi að grundvallargögnum og upplýsingum um veður og náttúruöfl. Vefurinn mun koma að gagni í daglegu lífi fólks og nýtast sem tæki til að safna og miðla upplýsingum um veðurfar. Það er viðeigandi að opna vefinn í íslensku vetrarveðri,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þegar hann opnaði nýjan vef Veðurstofunnar á mánudaginn.

Nýr veðurvefur opnaður - Skessuhorn