
Frá Stykkishólmi. Ljósm. gj
Hitamet í febrúar frá upphafi mælinga
Trausti Jónsson, veðurfræðingur og áhugamaður um veður, greindi frá því á heimasíðu sinni að met hafi fallið þegar hiti fór í 11,7 gráður í Stykkishólmi seint aðfararnótt laugardagsins 1. febrúar. Trausti bendir á að hámarkshitamælingar eru til í Stykkishólmi í gagnagrunni Veðurstofunnar aftur til ársins 1854 og er þetta því hæsti hiti sem mælst hefur þar í febrúarmánuði í 172 ár.