Fréttir

true

Flest mál ríkisstjórnarinnar önnur en veiðigjald falla dauð

Eftir eitthvert stormasamasta þing síðari tíma á Alþingi hefur nú verið samið um þinglok á morgun, mánudag. Eftir að forseti Alþingis ákvað á föstudaginn að ljúka umræðum um veiðigjöld og beita annarri málsgrein 71. greinar þingskaparlaga, má segja að friðurinn hafi endanlega verið úti á þingi, sé hægt að kalla ástandið „frið“ – þegar litið…Lesa meira

true

Veisla í Leirársveitinni – en svaf út síðasta morguninn

„Áin var alveg sprengfull af nýgengnum laxi og tökugleðin alveg í botni. Svo fengum við rigningu sem hafði allt að segja,“ sagði Eiríkur Garðar Eiríksson sem var að hætta veiðum í Laxá í Leirársveit í vikulokin eftir góðan veiðitúr, en það rigndi vel á svæðinu á fimmtudaginn og það hafði mikið af segja. Laxá var…Lesa meira

true

Spá miklum hlýindum nú í byrjun vikunnar

Í upphafi þessarar viku gera veðurspár ráð fyrir að hlýr loftmassi berist yfir landið. „Í stuttu máli má segja að útlit sé fyrir að hlýindi í neðri helmingi veðrahvolfsins verði með því sem mest verður hér á okkar góða landi,“ segir í hugleiðingu veðurfræðings. Í dag færist lægð sem verið hefur yfir landinu í átt…Lesa meira

true

Drógu vélarvana Dettifoss í höfn

Varðskipið Freyja kom með Dettifoss, fragtskip Eimskips, sem varð vélarvana úti á hafi á miðvikudag, til hafnar í Reykjavík síðdegis í gær. Dettifoss var á leið frá Reykjavík til Nuuk á Grænlandi á miðvikudaginn þegar skipið varð vélarvana um 390 sjómílur suðvestur af Reykjanestá. Freyja kom að Dettifossi eftir miðnætti sama dag og komu gæsluliðar…Lesa meira

true

Sturluhátíð haldin í Dölum í dag

Sturluhátíð hefst í dag kl.14 á Staðarhóli í Dölum. Þar hefur Sturlunefnd haft forgöngu um uppsetningu söguskilta sem hafa að geyma margvíslegan fróðleik um sögu staðarins og ekki síst Sturlungu. Verður síðasta skiltið afhjúpað þar í dag. Að því loknu verður haldið að félagaheimilinu Tjarnarlundi þar sem hefst hefðbundin dagskrá Sturluhátíðar. Dagskrá hátíðarinnar er að…Lesa meira

true

„Meirihlutinn á alltaf að ráða för“ segir bæjarstjóri Snæfellsbæjar

Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis ákvað í morgun að beita ákæði 71. greinar þingskaparlaga og lagði til að annarri umræðu um veiðgjöld skyldi lokið þegar í stað. Þessu ákvæði hefur ekki verið beitt á þingi síðan 1959. Frumvarpið hefur víða mætt mikilli andstöðu ekki síst við sjávarsíðuna. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa beitt sér í málinu á undanförnum…Lesa meira

true

Hljómsveitin Brek spilar í Hallgrímkirkju á sunnudaginn

Næstu sumartónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ verða sunnudaginn 13. júlí kl. 16. Þá mun hljómsveitin Brek flytja fjölbreytta tónlist; frumsamda og þjóðlög, jazz og popp. Þau leggja mikla áherslu á texta á íslensku og vilja skapa sérstaka stemningu með flutningi sínum. Hljómsveitina skipa: Harpa Þorvaldsdóttir söngur og píanó, Jóhann Ingi Benediktsson gítar og söngur, Guðmundur…Lesa meira

true

Næturlokun Hvalfjarðarganga í næstu viku

Loka þarf Hvalfjarðargöngum tvær nætur í næstu viku vegna malbikunarframkvæmda. Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni á að malbika á hringtorgi við Akrafjallsveg norðan megin við göngin og um 500 kafla niður að göngunum í báðar áttir. Framvæmdir munu standa frá klukkan 20:00 mánudaginn 14.júlí til klukkan 07:00 að morgni þriðjudagsins 15.júlí. Aftur verður svo göngunum lokað…Lesa meira

true

Kjarnorkukafbáturinn USS Newport News í Hvalfirði

Í fyrradag kom til hafnar í Grundartangahöfn bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Newport News. Nú er þetta ekki fyrsta skipið sem tengist hernaði sem siglir um Hvalfjörð. Hins vegar er þetta í fyrsta skiptið í sögunni sem kafbátur knúinn kjarnorku og hefur möguleika á því að bera kjarnavopn kemur til hafnar á Íslandi. Heimsóknin nú er svokölluð…Lesa meira

true

Framkvæmdir hafnar við þjónustustöð N1 á Akranesi

Framkvæmdir eru nú hafnar á lóðinni Elínarvegi 3 á Akranesi hvar N1 reisir nýja þjónustustöð. Festi móðurfélag N1 og Akraneskaupstaður undirrituðu í vetur samning um kaup bæjarins á fasteignum N1 á Akranesi við Þjóðbraut og Dalbraut. Jafnframt var N1 úthlutað lóðinni Elínarhöfða 3,  sem er austan við Hausthúsatorg.   Á lóðinni verður reist þjónustustöð og…Lesa meira