
Eiríkur Garðar Eiríksson með flottan lax úr Laxá í Leirársveit.
Veisla í Leirársveitinni – en svaf út síðasta morguninn
„Áin var alveg sprengfull af nýgengnum laxi og tökugleðin alveg í botni. Svo fengum við rigningu sem hafði allt að segja,“ sagði Eiríkur Garðar Eiríksson sem var að hætta veiðum í Laxá í Leirársveit í vikulokin eftir góðan veiðitúr, en það rigndi vel á svæðinu á fimmtudaginn og það hafði mikið af segja. Laxá var þá komin í um 100 laxa veiði.