
Kjarnorkukafbáturinn USS Newport News í Hvalfirði
Í fyrradag kom til hafnar í Grundartangahöfn bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Newport News. Nú er þetta ekki fyrsta skipið sem tengist hernaði sem siglir um Hvalfjörð. Hins vegar er þetta í fyrsta skiptið í sögunni sem kafbátur knúinn kjarnorku og hefur möguleika á því að bera kjarnavopn kemur til hafnar á Íslandi. Heimsóknin nú er svokölluð þjónustuheimsókn en slíkar heimsóknir voru leyfðar hingað til lands af þáverandi utanríkisráðherra Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur 18.apríl 2023. Heimsóknirnar eru ætlaðar til þess að taka kost og skipta um áhöfn. Þetta er áttunda slíka heimsóknin en, eins og áður sagði, sú fyrsta þar sem lagt er að bryggju.