Fréttir
Alþingishúsið við Austurvöll. Ljósm. mm

Flest mál ríkisstjórnarinnar önnur en veiðigjald falla dauð

Eftir eitthvert stormasamasta þing síðari tíma á Alþingi hefur nú verið samið um þinglok á morgun, mánudag. Eftir að forseti Alþingis ákvað á föstudaginn að ljúka umræðum um veiðigjöld og beita annarri málsgrein 71. greinar þingskaparlaga, má segja að friðurinn hafi endanlega verið úti á þingi, sé hægt að kalla ástandið „frið“ - þegar litið er til samskipta stjórnar og stjórnarandstöðu. Í þinglokasamningi nú eru þrjú mál samkvæmt dagskrá Alþingis í fyrramálið. Þau eru veiðigjaldafrumvarpið með áorðnum breytingum sem einkum felast í frestun áhrifa hækkaðra gjalda, frumvarp um jöfnunarsjóð sveitarfélaga og lögbundin fjármálaáætlun.

Flest mál ríkisstjórnarinnar önnur en veiðigjald falla dauð - Skessuhorn