Fréttir

true

Samkomulag um bætur Borgarbyggðar til Fornbílafjelags

Borgarbyggð og Fornbílafjelag Borgarfjarðar hafa náð samkomulagi um uppgjör á leigusamningi sín á milli. Borgarbyggð greiðir fornbílafélaginu 14 milljónir króna og úthlutar félaginu tveimur lóðum. Upphaf málsins má rekja til leigusamnings milli sveitarfélagsins og fornbílafélagsins frá árinu 2011 sem síðar tók breytingum á árunum 2015 og 2018. Samningurinn fól í sér leigu fornbílafélagsins á gærukjallara…Lesa meira

true

Barnó – Best Mest Vest haldin í október

Barnamenningarhátíð Vesturlands verður haldin um allan landshlutann í október. Í vor var blásið til samkeppni meðal barna í landshlutanum og bárust 167 tillögur um nafn á hátíðina. Dómnefnd skipuð krökkum alls staðar af af Vesturlandi hittist nýverið á Akranesi og valdi sigurtillöguna. Dómnefndin gerði gott betur því slagorð hátíðarnnar var einnig valið úr tillögunum. Samkeppnin…Lesa meira

true

Óskar svara um öryggismál í Hvalfjarðargöngum

Ólafur Adolfsson fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra um öryggismál og umferðraþunga í Hvalfjarðargöngum. Þingmaðurinn vill vita hvaða reglur gilda um hámarksumferð í göngum undir sjó, svo sem Hvalfjarðargöngum, þar sem engar flóttaleiðir eru og akstursstefnur eru akki aðsklildar. Þá vill hann vita hvort íslenska ríkið uppfylli skilmála…Lesa meira

true

Endurnýjun dreifikerfis hitaveitu í Dalabyggð að hefjast

Rarik undirbýr nú talsverða endurnýjun dreifikerfis hitaveitu sinnar í Dalabyggð. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir deilist á 3-4 ár og kostnaður verði á fjórða hundrað milljónir króna. Í kjölfarið má búast við breytingu á gjaldskrá hitaveitunnar. Rekstur hitaveitu í Dölum má rekja allt til ársins 1982 þegar gerður var kaup- og leigusamningur milli Laxárdalshrepps,…Lesa meira

true

Kostar á annan tug milljóna að koma upp farnetssendum

Undanfarið hefur fjarskiptafélagið Míla hf. unnið að áfangaskiptri niðurlagningu á einu umfangsmesta fjarskiptakerfi landsins; koparheimtaugakerfi félagsins. Kerfið hefur þjónað Íslendingum í yfir heila öld, upphaflega sem burðarás talsímaþjónustu og síðar sem grunnur fyrir háhraðagagnaflutning með VDSL tækni. Við þessa yfirfærslu á undirliggjandi tækni er gert ráð fyrir að í flestum tilvikum að notendur hafi áfram…Lesa meira

true

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni en óskilgreindum fjölgar

Frá 1.desember á síðasta ári til 1.júlí á þessu ári hefur skráðum meðlimum í þjóðkirkjunni fækkað um 384 og hlutfall skráðra í Þjóðkirkjunni fallið úr 55,4 %  í 55% af heildaríbúafjölda á þjóðskrá. Hlutfall fólks í Þjóðkirkjunni hefur fallið jafnt og þétt undanfarin ár og til marks um það var hlutfall þeirra 65,2% 1.desember 2019.…Lesa meira

true

Náttúrubarnahátíð um helgina í Sævangi á Ströndum

„Langar þig að komast í betri tengsl við þitt innra náttúrubarn? Á Náttúrubarnahátíð á Ströndum helgina 11.-13. júlí gefst þér tækifæri til að finna og rækta náttúrubarnið í þér á skemmtilegri dagskrá fullri af allskonar fróðleik og fjöri,“ segir í tilkynningu frá Sauðfjársetrinu í Sævangi, þar sem Náttúrubarnaskólinn er til húsa. Náttúrubarnahátíðin er fjölskylduhátíð og…Lesa meira

true

Hvalfjarðarsveit framlengir samning um skólaakstur í þriðja sinn

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur ákveðið að nýta sér framlengingarákvæði í samningi um skólaakstur í sveitarfélaginu í þriðja sinn. Umræddur samningur var gerður við Skagaverk að afloknu útboði árið 2019. Í útboðinu var skólaakstrinum skipt í fimm akstursleiðir og átti Skagaverk lægsta tilboðið í allar akstursleiðirnar. Samningurinn var í upphafi til þriggja ára með möguleika á þremur…Lesa meira

true

Stór steypudagur á Garðabraut í dag

Starfsmenn Bestla byggingarfélags vinna í dag einn af stærstu steypuáföngum við byggingu fjölbýlishússins að Garðabraut 1 á Akranesi. Jafnframt er þetta síðasti stóri áfanginn við uppsteypu hússins. Að sögn Guðjóns Helga Guðmundssonar, byggingarstjóra hjá Bestlu, er í dag verið að ljúka við að steypa bílaplan við húsið sem jafnframt er þak bílakjallara þess. Alls muni…Lesa meira

true

Samþykkja auglýsingu skipulagsbreytinga vegna nýrrar hafnar og laxeldis

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum í gær með sjö samhljóða atkvæðum tillögu umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar um auglýsingu á breyttu aðalskipulagi sem leitt gæti af sér stórfellda uppbyggingu nýrrar atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu. Báðum þessum tillögum voru gerð ítarleg skil í fréttum Skesshorns fyrr í vikunni. Annars vegar er um að ræða breytingu á…Lesa meira