
Náttúrubarnahátíð um helgina í Sævangi á Ströndum
„Langar þig að komast í betri tengsl við þitt innra náttúrubarn? Á Náttúrubarnahátíð á Ströndum helgina 11.-13. júlí gefst þér tækifæri til að finna og rækta náttúrubarnið í þér á skemmtilegri dagskrá fullri af allskonar fróðleik og fjöri,“ segir í tilkynningu frá Sauðfjársetrinu í Sævangi, þar sem Náttúrubarnaskólinn er til húsa. Náttúrubarnahátíðin er fjölskylduhátíð og verður aðgangur ókeypis. Þá er sömuleiðis frítt fyrir hátíðargesti að gista í tjaldi á Kirkjubóli, sem er rétt hjá Sævangi, en það er ekki eiginlegt tjaldstæði og ekki aðgangur að rafmagni. Bent er á að tjaldsvæði er á Hólmavík þar sem er rafmagn og auk þess eru ýmsir gististaðir í nágrenninu. Veitingasala er á Sauðfjársetrinu (Kaffi Kind) alla helgina og er þar nóg úrval af allskonar réttum bæði fyrir grænkera og aðra.
ÆVINTÝRI - UPPLIFUN - ÚTIVIST - SKEMMTUN - FRÓÐLEIKUR
Dagskrá:
Föstudagur 11. júlí
17:30 Fjölskyldu gönguferð í fjörunni
18:30 Setning hátíðarinnar og veðurgaldur
18:30 Hægt að kaupa súpu, grillaðar pylsur (grænmetis og ekki) og ís í Sævangi
19:00 Brúðubíllinn snýr aftur og sýnir stórskemmtilega sýningu
20:00 Æsispennandi Náttúrubarnakviss
Laugardagur 12. júlí
12:00 Náttúrujóga
13:00 Furðufuglaskoðun í fjörunni - tröllvaxinn flamingó fugl heimsækir Strandir
13:30 Náttúrufjör: Bogfimi, Strandahestar, kajakar, tilraunastofan, náttúrubingó, útieldun, heimur handritanna skoðaður með Árnastofnun, grillaðar pylsur og fleira
15:00 Náttúruóróasmiðja með Þykjó
16:30 Skemmtilegir útileikir á vellinum
18:00 Fuglafjör: Trítlað um teistuvarpið
18:00 Hægt að kaupa grillaðar pylsur og súpu
20:00 Fjölskyldutónleikar með Gunna og Felix
21:00 Drauga- og tröllasögur í Sagnahúsinu.
Sunnudagur 13. júlí
11:00 Núvitundarævintýri
12:00 Elsa í Frozen heimsækir Náttúrubarnahátíðina
13:30 Hægt að kaupa grillaðar pylsur, súpu og ís
13:00 Skapandi náttúrusmiðja
15:00 Fjölskylduplokk.
Náttúrubarnahátíð 2025 er styrkt af Uppbyggingasjóði Vestfjarða, Barnamenningarsjóði og Orkubúi Vestfjarða og haldin í samstarfi við Árnastofnun, og ferðaþjónustuna Kirkjubóli.