
Fyrirhugað hafnarsvæði er nær á myndinni en fjær sést Grundartangasvæðið. Ljósm. mm
Samþykkja auglýsingu skipulagsbreytinga vegna nýrrar hafnar og laxeldis
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum í gær með sjö samhljóða atkvæðum tillögu umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar um auglýsingu á breyttu aðalskipulagi sem leitt gæti af sér stórfellda uppbyggingu nýrrar atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu. Báðum þessum tillögum voru gerð ítarleg skil í fréttum Skesshorns fyrr í vikunni.