Fréttir
Dómnefndin kynnti niðurstöðu sína á Breiðinni á Akranesi. Ljósm. SSV

Barnó – Best Mest Vest haldin í október

Barnamenningarhátíð Vesturlands verður haldin um allan landshlutann í október. Í vor var blásið til samkeppni meðal barna í landshlutanum og bárust 167 tillögur um nafn á hátíðina. Dómnefnd skipuð krökkum alls staðar af af Vesturlandi hittist nýverið á Akranesi og valdi sigurtillöguna. Dómnefndin gerði gott betur því slagorð hátíðarnnar var einnig valið úr tillögunum.