
Hvalfjarðarsveit framlengir samning um skólaakstur í þriðja sinn
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur ákveðið að nýta sér framlengingarákvæði í samningi um skólaakstur í sveitarfélaginu í þriðja sinn. Umræddur samningur var gerður við Skagaverk að afloknu útboði árið 2019. Í útboðinu var skólaakstrinum skipt í fimm akstursleiðir og átti Skagaverk lægsta tilboðið í allar akstursleiðirnar.