
Akraneskirkja
Enn fækkar í Þjóðkirkjunni en óskilgreindum fjölgar
Frá 1.desember á síðasta ári til 1.júlí á þessu ári hefur skráðum meðlimum í þjóðkirkjunni fækkað um 384 og hlutfall skráðra í Þjóðkirkjunni fallið úr 55,4 % í 55% af heildaríbúafjölda á þjóðskrá. Hlutfall fólks í Þjóðkirkjunni hefur fallið jafnt og þétt undanfarin ár og til marks um það var hlutfall þeirra 65,2% 1.desember 2019. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá.