
Endurnýjun dreifikerfis hitaveitu í Dalabyggð að hefjast
Rarik undirbýr nú talsverða endurnýjun dreifikerfis hitaveitu sinnar í Dalabyggð. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir deilist á 3-4 ár og kostnaður verði á fjórða hundrað milljónir króna. Í kjölfarið má búast við breytingu á gjaldskrá hitaveitunnar.