Fréttir

true

Launaþróun hjá sveitarfélaginu kallar á aðhald

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar 3. júlí síðastliðinn var meðal rætt um þróun stöðugilda og launakostnað hjá sveitarfélaginu milli ára. Bókað var að Stefáni Brodda Guðjónssyni sveitarstjóra yrði falið að gera tillögu að reglulegri skýrslugjöf til byggðarráðs um þróun starfsmannafjölda. Þá segir orðrétt í bókun ráðsins: „Opinberar tölur og þróun í launakostnaði hjá sveitarfélaginu endurspegla að…Lesa meira

true

Blaðaútgáfan í sumar

Í sumar verður Skessuhorn prentað og gefið út alla miðvikudaga að tveimur undanskildum. Ekki munu verða prentuð blöð miðvikudagana 30. júlí og 6. ágúst. Þá nær þorri starfsfólks sumarleyfum í tvær vikur. Fréttavefurinn Skessuhorn.is verður virkur alla daga þrátt fyrir útgáfuhlé blaðs. Auglýsendum er bent á blöðin sem verða gefin út 16. og 23. júlí.…Lesa meira

true

Eyjólfur tímabundið í starf aðstoðarrektors LbhÍ

Dr. Eyjólfur Guðmundsson hefur verið ráðinn tímabundið í starf aðstoðarrektors Landbúnaðarháskóla Íslands. Mun hann m.a. sinna hlutverki deildarforseta nýrrar deildar Lífs og lands, eða þar til nýr deildarforseti hefur verið ráðinn. Eyjólfur mun taka formlega til starfa 11. ágúst en hefur þegar byrjað að kynna sér starfsemi LbhÍ. Þetta kemur fram á síðu skólans. Eyjólfur…Lesa meira

true

Fá alvarleg slys miðað við stærð ferðahelgarinnar

Að líkindum var síðasta helgi ein sú stærsta í umferðinni hér á landi. Margir landsmenn voru þá að hefja sumarleyfi og lögðu land undir fót. Um síðustu helgi voru fjölmörg mannamót. Hér á Vesturlandi voru m.a. Írskir dagar á Akranesi, Ólafsvíkurvaka og Fjórðungsmót Vesturlands í Borgarnesi. Fjölmenni sótti þessa staði. Auk þess var N1 mótið…Lesa meira

true

Björg og Ásgeir handhafar Reynisbikaranna

Árlegt innanfélagsmót Félags eldri borgara á Akranesi í pútti fór fram á Garðavelli á mánudaginn. Keppendur voru 24 og keppt var um Reynisbikarana, sem Reynir Þorsteinsson læknir og mikill golfáhugamaður gaf félaginu árið 1997. Í kvennaflokki fór Björg Loftsdóttir með sigur af hólmi á 34 höggum. Í öðru sæti varð Sigfríður Geirdal á 35 höggum…Lesa meira

true

Annir í löggæslu

Það hefur verið í mörg horn að líta hjá lögreglumönnum hjá embætti Lögreglunnar á Vesturlandi undanfarna viku og má rekja hluta þeirra verkefna til fjölmennra samkoma. Um 60 ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu fyrir of hraðan akstur og að auki voru 350 ökumenn myndaðir af myndavélarbíl embættisins og eiga þeir von á sekt. Tveir ökumenn…Lesa meira

true

Hafþór Ingi í starf rekstrarstjóra og yfirþjálfara

Körfuknattleiksdeild Skallagríms í Borgarnesi hefur ráðið Hafþór Ingi Gunnarsson í starf rekstrarstjóra og yfirþjálfari körfuknattleiksdeildarinnar. Hafþór er flestum Borgnesingum og öðrum Vestlendingum kunnur enda uppalinn Skallagrímsmaður. Ásamt því að hafa gegnt hinum ýmsu trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn, hefur hann spilað körfubolta bæði með yngri flokkum og meistaraflokki og gegnt stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks um nokkurra ára skeið,…Lesa meira

true

Minningartónleikar um Ólaf Garðarsson trommuleikara

Ólafur Garðarsson tónlistarmaður hefði fagnað 75 ára afmæli 12. júlí, en hann lést síðastliðið vor. Af því tilefni ætla félagar Ólafs að halda honum til heiðurs minningartónleika á Hvanneyrarkránni í Borgarfirði klukkan 20 á laugardaginn. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ólafur Garðarsson var fæddur á Ísafirði og bjó þar til tveggja ára aldurs en…Lesa meira

true

Endurskoða lög um almannavarnir

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram í Samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um heildarendurskoðun laga um almannavarnir. Um er að ræða nauðsynlega endurskoðun á almannavarnalögum með það að markmiði að efla almannavarnakerfið svo það verði sem best í stakk búið til að takast á við hvers konar áföll. Eitt meginmarkmið frumvarpsins er að efla viðbúnað samfélagsins til…Lesa meira

true

Fjórðungsmót Vesturlands í Borgarnesi tókst með ágætum – myndasyrpa

Mikil hestaveisla var í boði í liðinni viku þegar Fjórðungsmót Vesturlands fór fram í Borgarnesi. Mótið hófst á miðvikudag en lauk síðdegis á sunnudaginn. Fóru þá gestir, knapar og starfsmenn mótsins sælir og glaðir heim. Var það einróma álit gesta og keppanda að mótið hafi heppnast vel, bæði hvað varðar skipulagningu, tímasetningar og utanumhald. Þar…Lesa meira