
Fjölbreytt og ólík mál hafa ´á síðustu árum komið til kasta yfirvalda og snerta almannavarnir. Nú þarf að endurskoða lögin. Ljósm. vf.is
Endurskoða lög um almannavarnir
Dómsmálaráðherra hefur lagt fram í Samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um heildarendurskoðun laga um almannavarnir. Um er að ræða nauðsynlega endurskoðun á almannavarnalögum með það að markmiði að efla almannavarnakerfið svo það verði sem best í stakk búið til að takast á við hvers konar áföll. Eitt meginmarkmið frumvarpsins er að efla viðbúnað samfélagsins til þess að bregðast við áföllum, en lykilatriði í því er að auka vægi fyrirbyggjandi aðgerða. Þá er markmið frumvarpsins að efla grunnskipulag almannavarna með því að skýra ábyrgð, skyldur og verkaskiptingu þeirra sem vinna að almannavörnum.