
Minningartónleikar um Ólaf Garðarsson trommuleikara
Ólafur Garðarsson tónlistarmaður hefði fagnað 75 ára afmæli 12. júlí, en hann lést síðastliðið vor. Af því tilefni ætla félagar Ólafs að halda honum til heiðurs minningartónleika á Hvanneyrarkránni í Borgarfirði klukkan 20 á laugardaginn. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.