
Blaðaútgáfan í sumar
Í sumar verður Skessuhorn prentað og gefið út alla miðvikudaga að tveimur undanskildum. Ekki munu verða prentuð blöð miðvikudagana 30. júlí og 6. ágúst. Þá nær þorri starfsfólks sumarleyfum í tvær vikur. Fréttavefurinn Skessuhorn.is verður virkur alla daga þrátt fyrir útgáfuhlé blaðs. Auglýsendum er bent á blöðin sem verða gefin út 16. og 23. júlí. Netfang auglýsingadeildar er anita@skessuhorn.is en efni til birtingar sendist á skessuhorn@skessuhorn.is